Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fim 04. nóvember 2021 17:21
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heiðar: Valur með skýra stefnu á að vinna titla
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heiðar Ægisson skrifaði undir þriggja ára samning við Val í dag en hann kemur frá Stjörnunni.

Þessi 26 ára gamli leikmaður er uppalinn hjá Stjörnunni. Hans aðalstaða er hægri bakvörður en hann er fjölhæfur og getur leyst ýmsar aðrar stöður.

Hann var til viðtals hjá Fótbolta.net við undirskriftina í dag.

„Þetta er skrítin tilfinning, það er erfitt að klippa á naflastrenginn maður er búinn að vera lengi hjá Stjörnunni og skapa geggjaðar minningar og ótrúlega gaman að skrifa sögu þeirra. Nú eru nýir tímar og ég er gífurlega spenntur fyrir því sem koma skal hjá Val," sagði Heiðar.

Honum fannst vera kominn tími á nýja áskorun.

„Já ég held það. Valur er með svo skýra kröfu á að vinna titla og komast í Evrópu, það seldi mig og þess vegna er ég kominn hingað."

Það fylgir því gríðarleg pressa að spila fyrir félag eins og Val. Heiðar segist vera góður undir pressu.

„Það er ekkert gaman af þessu ef það er ekki pressa. Ég er fínn undir pressu, þetta eru spennandi tímar og ég hlakka til."

Hann ræddi við nokkur önnur félög áður en hann skrifaði undir hjá Val.

„Ég fékk nokkur spennandi tilboð, ég er mjög þakklátur fyrir þann áhuga sem mér var sýndur en um leið og Valur kom inn í myndina voru hlutirnir fljótir að gerast og hér stend ég."

Heiðar sendir Stjörnumönnum kveðju - „Erfið ákvörðun"
Athugasemdir
banner