Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   fim 04. nóvember 2021 17:21
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heiðar: Valur með skýra stefnu á að vinna titla
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heiðar Ægisson skrifaði undir þriggja ára samning við Val í dag en hann kemur frá Stjörnunni.

Þessi 26 ára gamli leikmaður er uppalinn hjá Stjörnunni. Hans aðalstaða er hægri bakvörður en hann er fjölhæfur og getur leyst ýmsar aðrar stöður.

Hann var til viðtals hjá Fótbolta.net við undirskriftina í dag.

„Þetta er skrítin tilfinning, það er erfitt að klippa á naflastrenginn maður er búinn að vera lengi hjá Stjörnunni og skapa geggjaðar minningar og ótrúlega gaman að skrifa sögu þeirra. Nú eru nýir tímar og ég er gífurlega spenntur fyrir því sem koma skal hjá Val," sagði Heiðar.

Honum fannst vera kominn tími á nýja áskorun.

„Já ég held það. Valur er með svo skýra kröfu á að vinna titla og komast í Evrópu, það seldi mig og þess vegna er ég kominn hingað."

Það fylgir því gríðarleg pressa að spila fyrir félag eins og Val. Heiðar segist vera góður undir pressu.

„Það er ekkert gaman af þessu ef það er ekki pressa. Ég er fínn undir pressu, þetta eru spennandi tímar og ég hlakka til."

Hann ræddi við nokkur önnur félög áður en hann skrifaði undir hjá Val.

„Ég fékk nokkur spennandi tilboð, ég er mjög þakklátur fyrir þann áhuga sem mér var sýndur en um leið og Valur kom inn í myndina voru hlutirnir fljótir að gerast og hér stend ég."

Heiðar sendir Stjörnumönnum kveðju - „Erfið ákvörðun"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner