Liverpool og Man Utd á eftir ungum framherja - Rodrygo vill fara frá Real Madrid - Rogers orðaður við Chelsea
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
   fim 04. nóvember 2021 17:21
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heiðar: Valur með skýra stefnu á að vinna titla
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heiðar Ægisson skrifaði undir þriggja ára samning við Val í dag en hann kemur frá Stjörnunni.

Þessi 26 ára gamli leikmaður er uppalinn hjá Stjörnunni. Hans aðalstaða er hægri bakvörður en hann er fjölhæfur og getur leyst ýmsar aðrar stöður.

Hann var til viðtals hjá Fótbolta.net við undirskriftina í dag.

„Þetta er skrítin tilfinning, það er erfitt að klippa á naflastrenginn maður er búinn að vera lengi hjá Stjörnunni og skapa geggjaðar minningar og ótrúlega gaman að skrifa sögu þeirra. Nú eru nýir tímar og ég er gífurlega spenntur fyrir því sem koma skal hjá Val," sagði Heiðar.

Honum fannst vera kominn tími á nýja áskorun.

„Já ég held það. Valur er með svo skýra kröfu á að vinna titla og komast í Evrópu, það seldi mig og þess vegna er ég kominn hingað."

Það fylgir því gríðarleg pressa að spila fyrir félag eins og Val. Heiðar segist vera góður undir pressu.

„Það er ekkert gaman af þessu ef það er ekki pressa. Ég er fínn undir pressu, þetta eru spennandi tímar og ég hlakka til."

Hann ræddi við nokkur önnur félög áður en hann skrifaði undir hjá Val.

„Ég fékk nokkur spennandi tilboð, ég er mjög þakklátur fyrir þann áhuga sem mér var sýndur en um leið og Valur kom inn í myndina voru hlutirnir fljótir að gerast og hér stend ég."

Heiðar sendir Stjörnumönnum kveðju - „Erfið ákvörðun"
Athugasemdir
banner
banner