Cristiano Ronaldo, Mohamed Salah, William Saliba, Ten Hag, Lisandro Martinez, Victor Osimhen og fleiri koma við sögu í slúðurpakka dagsins.
   mán 04. nóvember 2024 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fjögur félög á eftir Callum Wilson
Callum Wilson.
Callum Wilson.
Mynd: EPA
Fjögur félög í ensku úrvalsdeildinni hafa áhuga á því að fá sóknarmanninn Callum Wilson í janúarglugganum.

Þetta herma heimildir enska götublaðsins The Sun en þar segir að Fulham, Crystal Palace, Brentford og Southampton séu að fylgjast með stöðu mála hjá honum.

Það er talið líklegt að Brentford leiði kapphlaupið um hann.

Þessi 32 ára gamli leikmaður meiddist í baki í sumar og hefur ekkert getað verið með Newcastle á þessu tímabili.

Hann er fyrir aftan Alexander Isak í goggunarröðinni hjá Newcastle.
Athugasemdir
banner
banner
banner