Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   þri 04. desember 2018 14:32
Elvar Geir Magnússon
Sarri vill halda Loftus-Cheek, Luiz og Fabregas
Miðjumaðurinn Mateo Kovacic er að glíma við ökklameiðsli og vinstri bakvörðurinn Marcos Alonso er meiddur í baki. Óvíst er með þátttöku þeirra með Chelsea þegar liðið leikur gegn Wolves annað kvöld.

Þetta kom fram á fréttamannafundi sem Maurizio Sarri, stjóri Chelsea, hélt í dag. Sarri sagði að slök frammistaða Alonso í sigrinum gegn Fulham hafi þó ekki verið vegna meiðsla.

Á fundinum í dag útilokaði Sarri að enski miðjumaðurinn Ruben Loftus-Cheek færi í janúarglugganum. Enski miðjumaðurinn hefur staðið sig vel þegar hann hefur fengið tækifæri á tímabilinu.

„Nei hann fer ekkert. Ég vil að hann veri áfram hjá mér, áfram hjá okkur," sagði Sarri.

Sarri fagnar því að Cesar Azpilicueta hafi gert nýjan fjögurra ára samnning og þá var hann spurður út í framtíð David Luiz og Cesc Fabregas sem verða báðir samningslausir í lok tímabils.

„David og Cesc eru leiðtogar. Það er mikilvægt fyrir mig, starfsliðið og liðsfélaga þeirra að þeir verði áfram. Báðir eru komnir yfir 30 ára aldur og venjan hjá Chelsea er að gefa þeim bara eins árs framlengingu. Það er hindrun, félagið vill stuttan samning en leikmaðurinn langan. Ég held að á endanum finnist lausn," segir Sarri.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner