fös 04. desember 2020 11:19
Magnús Már Einarsson
Vieira rekinn frá Nice (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Franska félagið Nice hefur rekið Patrick Vieira úr starfi sem þjálfari eftir fimm töp í röð.

Nice er í ellefta sæti í frönsku úrvalsdeildinni en liðið datt úr Evrópudeildinni í gær eftir tap gegn Bayer Leverkusen.

Adrian Ursea, aðstoðarþjálfari Nice, hefur tekið tímabundið við stjórnartaumunum.

Vieira, sem er fyrrum fyrirliði Arsenal, gerði fína hluti með Nice á síðasta tímabili og náði Evrópusæti.

Vieira tók við Nice árið 2018 en hann þjálfaði áður New York City í Bandaríkjunum auk yngri liða hjá Manchester City.
Athugasemdir
banner
banner