Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 04. desember 2022 05:55
Elvar Geir Magnússon
HM í dag - Klára Frakkar og Englendingar verkefni sín?
Marcus Rashford.
Marcus Rashford.
Mynd: Getty Images
16-liða úrslit HM
15:00 Frakkland - Pólland
19:00 England - Senegal

Það eru tveir hressandi leikir í 16-liða úrslitum HM í Katar í dag. Heimsmeistarar Frakklands eru talsvert sigurstranglegri gegn Póllandi. Pólska liðið kom sér áfram upp úr riðli sínum á öguðum og öflugum varnarleik ásamt því að vera með Wojciech Szczesny í markinu en hann hefur verið öflugasti markvörður mótsins.

Klukkan 19 mætast England og Senegal. Þrátt fyrir að Sadio Mane sé fjarri góðu gamni þá tókst senegalska liðinu að koma sér í útsláttarkeppnina. Flestir búast þó við því að þeirra þáttöku ljúki í kvöld.

Marcus Rashford skoraði tvö mörk í sigri Englands gegn Wales og er kominn með þrjú mörk á mótinu. Það er búist við því að hann verði í byrjunarliði Englands í kvöld.

Líklegt byrjunarlið Englands (4-2-3-1): Pickford; Trippier, Stones, Maguire, Shaw; Rice, Bellingham; Rashford, Mount, Sterling; Kane.
Útvarpsþátturinn - Þeir bestu, verstu og skemmtilegustu á HM
Athugasemdir
banner
banner
banner