Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 04. desember 2022 21:35
Brynjar Ingi Erluson
Bellingham bestur gegn Senegölum - Henderson og Kane fá 8
Jude Bellingham var í essinu sínu í kvöld
Jude Bellingham var í essinu sínu í kvöld
Mynd: Getty Images
Jude Bellingham var besti maður Englendinga er liðið vann 3-0 sigur á Senegal í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar í kvöld en hann fær 9 í einkunn frá Independent.

Þessi 19 ára gamli miðjumaður hefur spilað frábærlega það sem af er móti og bauð hann upp á aðra stórkostlega frammistöðu í kvöld.

Hann lagði upp fyrsta markið og átti stóran þátt í öðru markinu.

Bellingham og Jordan Henderson voru einstaklega góðir á miðjunni. Bellingham var maður leiksins en Henderson, Phil Foden og Harry Kane koma næstir með 8. Kane fékk verðlaunin sem besti maður leiksins af FIFA eftir leikinn en Independent var ekki sammála.

England: Pickford (7), Walker (5), Stones (5), Maguire (6), Shaw (7), Rice (6), Henderson (8), Bellingham (9), Saka (7), Foden (8), Kane (8).
Varamenn: Rashford (7), Grealish (6), Mount (6), Dier (6).

Senegal: Mendy (4), Sabaly (4), Koulibaly (6), Diallo (4), Jakobs (3), Ciss (4), Mendy (3), Diatta (6), Ndiaye (5), Sarr (7), Dia (6).
Varamenn: Dieng (5), Gueye (5), Sarr (6), Diedhiou (5).
Athugasemdir
banner
banner
banner