Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 04. desember 2022 22:20
Brynjar Ingi Erluson
Bellingham: Kominn tími á að Henderson fái smá virðingu
Jude Bellingham og Jordan Henderson
Jude Bellingham og Jordan Henderson
Mynd: Getty Images
Jude Bellingham, besti leikmaður Englands í kvöld, kallar eftir því að Jordan Henderson, samherji hans í enska landsliðinu, fái meiri virðingu en þetta sagði hann í viðtali eftir 3-0 sigurinn á Senegal.

Henderson hefur byrjað síðustu tvo leiki á miðjunni hjá enska landsliðinu á HM og staðið sig með prýði en þó hafa margir verið skeptískir á að hann eigi heima í byrjunarliðinu og jafnvel hópnum.

Miðjumaðurinn skoraði fyrsta mark leiksins gegn Senegal í kvöld eftir sendingu frá Bellingham og var með bestu mönnum leiksins en Bellingham skilur ekkert í þeirri gagnrýni sem samherji hans hefur fengið til þessa.

„Frábær frammistaða í dag. Ég hef séð sumt af þessu rugli sem er sagt um hann og það að hann sé að spila. Þetta er með öllu fáránlegt því hann er svo vanmetinn. Hann skilaði sínu enn og aftur í stórleik og það með mikilvægu marki. Það er kominn tími á að hann fái virðingu,“ sagði Bellingham.

Bellingham var ánægður með framlagið en að þetta hafi verið nokkuð erfið fæðing hjá liðinu.

„Fyrstu 35 mínúturnar voru erfiðar. Þeir voru þéttir og erfitt að komast í gegnum þá. Þetta var einn af þessum leikjum þar sem við þurftum að ná í fyrsta markið því við vissum að ef það kæmi þá værum við í góðri stöðu,“ sagði Bellingham enn fremur.
Athugasemdir
banner
banner