
Króatíski bakvörðurinn Borna Sosa verður fjarri góðu gamni er Króatía spilar við Japan í 16-liða úrslitum HM á morgun en þetta segja þýskir miðlar.
Sosa, sem er á mála hjá Stuttgart, hefur spilað alla þrjá leiki Króatíu á mótinu til þessa.
Hann er eftirsóttur af mörgum af stærstu félögum Evrópu en hann mun þó ekki leika listir sínar er Króatía spilar við Japan á morgun.
Þýskir miðlar greina frá því að Sosa sé að glíma við veikindi og verður því ekki með.
Borna Barisic, leikmaður Rangers í Skotlandi, mun væntanlega byrja í vinstri bakverðinum á morgun.
Athugasemdir