
Aliou Cisse landsliðsþjálfari Senegal verður mögulega ekki á hliðarlínunni í kvöld þegar Senegal mætir Englandi í 16-liða úrslitum á HM.
Hann mætti ekki á fréttamannafund í gær en Regis Bogaert aðstoðarþjálfari Senegal var mættur í hans stað.
Hann staðfesti að Cisse sé búinn að vera veikur undanfarna daga og hafi ekki getað mætt á æfingu liðsins á föstudaginn.
Bogaert segir að hann sé búinn að vera með hita en hann vonist til að hann verði orðinn hress í kvöld þegar Senegal og England mætast kl. 19.
Athugasemdir