Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
banner
   sun 04. desember 2022 12:34
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Cisse að kljást við veikindi - Ekki á bekknum í kvöld?

Aliou Cisse landsliðsþjálfari Senegal verður mögulega ekki á hliðarlínunni í kvöld þegar Senegal mætir Englandi í 16-liða úrslitum á HM.


Hann mætti ekki á fréttamannafund í gær en Regis Bogaert aðstoðarþjálfari Senegal var mættur í hans stað.

Hann staðfesti að Cisse sé búinn að vera veikur undanfarna daga og hafi ekki getað mætt á æfingu liðsins á föstudaginn.

Bogaert segir að hann sé búinn að vera með hita en hann vonist til að hann verði orðinn hress í kvöld þegar Senegal og England mætast kl. 19.


Athugasemdir
banner
banner
banner