
Frakkland er marki yfir gegn Póllandi í hálfleik í 16 liða úrslitum á HM í Katar en það var Olivier Giroud sem skoraði markið.
Markið kom á 44. mínútu en um korteri áður hafði Giroud klikkað á dauðafæri.
Þetta er sögulegt mark en Giroud hefur nú skorað 52 mörk og skákar þar með Thierry Henry og er því orðinn markahæsti leikmaður í sögu franska landsliðsins.
Markið má sjá hér fyrir neðan.
Oliver Giroud skorar hér fyrsta mark Frakka í þessum leik á 43. mínútu - þetta er 52 mark hans fyrir franska landsliðið. pic.twitter.com/51bIBCIzEN
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 4, 2022
Athugasemdir