Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 04. desember 2022 22:16
Brynjar Ingi Erluson
„Hafa ekki stigið feilspor í þrjú eða fjögur ár"
Enska liðið lítur mjög vel út
Enska liðið lítur mjög vel út
Mynd: Getty Images
Gary Neville, fyrrum leikmaður enska landsliðsins og sparkspekingur á ITV, getur ekki beðið eftir leik Englands og Frakklands í 8-liða úrslitum HM á laugardag.

Eftir erfiða byrjun gegn Senegal tókst enska liðinu að ná forystu í gegnum Jordan Henderson áður en Harry Kane bætti við öðru. Bukayo Saka skoraði svo þriðja markið snemma í síðari hálfleiknum og 3-0 sigur Englands staðreynd.

Neville er hæstánægður með spilamennsku Englands á mótinu og er núna spenntur fyrir stóra verkefninu gegn Frakklandi á laugardag.

„Ég verð enn og aftur að hrósa þjálfaranum. Hann er að láta það líta út fyrir að vera auðvelt að komast svona langt í útsláttarkeppninnini.“

„Þeir hafa ekki stigið feilspor í svona þrjú eða fjögur ár. Það var svolítil brekka áður en þeir komu inn í mótið, bæði hjá leikmönnum og þjálfara, en þeir eru farnir að skila sínu á ný.“

„Þvílíki leikurinn sem þetta verður gegn Frakklandi á laugardag. Þeir eiga skilið svona leik á þessu stigi mótsins,“
sagði Neville.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner