Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 04. desember 2022 10:37
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rashford að taka við af Benzema? - Grealish út fyrir Bellingham
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Slúðurpakki dagsins tekinn saman af BBC af öllum helstu miðlum heims.


Manchester City er tilbúið að selja Jack Grealish, 27, sem liðið keypti á metfé til að fjármagna kaup á landa hans Jude Bellingham, 19, leikmanni Borussia Dortmund. (Football Insider)

PSG er einnig á eftir Bellingham. (Le10Sport)

Manchester United gæti neyðst til að selja Marcus Rashford í sumar þar sem hann er að renna út af samningi. Real Madrid hefur áhuga á þessum 25 ára gamla framherja þar sem liðið er í leit af arftaka Karim Benzema. (Mirror)

Cristiano Ronaldo hefur ekki tekið ákvörðun hvort hann ætli að fara til Al-Nassr í Sádí Arabíu þar sem hann mun fá 173 milljónir punda í árslaun. Þessi fyrrum leikmaður Man Utd tekur ákvörðun eftir að HM lýkur. (Mirror)

Tottenham og Chelsea hafa mikinn áhuga á Josko Gvardiol, 20, leikmanni RB Leipzig (Corriere dello Sport)

Ef Barcelona reynir ekki við Thomas Meunier leikmann Dortmund mun hann hlusta á tilboð frá öðrum félögum. AC Milan, Juventus, Man Utd og tvö lið frá London hafa áhuga á honum. (Mundo Deportivo)

United er á eftir Kim Min-Jae miðverði Napoli og Suður Kóreu en Napoli vill að hann skrifi undir nýjan samning sem mun ekki innihalda losunarákvæði. (Calcio Mercato)

Arsenal vill næla í Marco Asensio, 26, leikmann Real Madrid í janúar. (Calciomercato)

Matheus Cunha, 23, framherji Atletico Madrid er á leið til Wolves i janúar. (Cadena Ser)

Jonathan David framherji Lille og kanadíska landsliðsins vill fara í ensku úrvalsdeildina. Man Utd og Chelsea hafa áhuga á þessum 22 ára gamla leikmanni. (Sun)

Manchester UNited og Newcastle verða að borga 60-70 milljónir punda ætla þau sér að kaupa Moises Caicedo, 21, frá Brighton. (Sun)

Jesse Marsch stjóri Leeds segir að félagið hafi verið svo nálægt því að næla í Cody Gakpo frá PSV í ágúst og Man Utd mun halda áfram að reyna við þennan 23 ára gamla Hollending í janúar. (90 min)

Gakpo ætlar ekki að hugsa um framtíðina fyrr en „Við verðum vonandi meistarar". (Sport)

United er tilbúið að borga 51 milljón punda fyrir Martin Zubimendi, 23, miðjumann Real Sociedad. (AS)

Inter vill framlengja lánssamning Romelu Lukaku frá Chelsea yfir eitt tímabil í viðbót. (Gazzetta dello Sport)

Flamengo er að skoða Lucas Moura leikmann Tottenham eftir að Sao Paulo mistókst að komast að samkomulagi við Tottenham um þennan þrítuga Brassa. (Bolavip)

Frenkie de Jong var í viðræðum við Man City og PSG áður en hann gekk til liðs við Barcelona frá Ajax árið 2019. (The Athletic)

Nasser al-Khelaifi forseti PSG segir að félagið muni ekki ná í neinn leikmann í janúar. (L'Equipe)

Leeds United ætlar að næla í Nýsjálendinginn Chris Wood, 30, frá Newcastle en hann gekk til liðs við Burnley frá Leeds árið 2017. (Football Insider)

Marcelo Bielsa fyrrum stjóri Leeds kemur til greina sem arftaki Diego Alonso sem þjálfari landsliðs Úrúgvæ. (TyC Sports)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner