
ÞÞað stefnir allt í það að Frakkland sé á leið í 8 liða úrslit á HM í Katar.
Olivier Giroud kom liðinu yfir undir lok fyrri hálfleiks en Kylian Mbappe tvöfaldaði forystuna þegar stundarfjórðungur var til leiksloka.
Hann fékk nægan tíma til að athafna sig inn á teignum og negldi boltann í nærhornið, óverjandi fyrir Wojciech Szczesny,
Þetta var fjórða mark hans á mótinu til þessa en hann hefur skorað 8 mörk á stórmótum á ferlinum.
Kylian Mbappe skorar hér annað mark Frakka á 73. minútu- sitt fjórða mark á þessu móti og áttunda markið sem hann skorar á ferlinum á HM pic.twitter.com/NyQkBWQshu
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 4, 2022
Athugasemdir