Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mán 04. desember 2023 10:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kluivert missir starfið í Tyrklandi
Patrick Kluivert.
Patrick Kluivert.
Mynd: Getty Images
Patrick Kluivert, sem er goðsögn úr hollenskum fótbolta, hefur verið rekinn úr starfi þjálfara Adana Demirspor í Tyrklandi.

Kluivert tók við starfinu hjá Demirspor í upphafi tímabilsins eftir að Vincenzo Montella hætti til að taka við tyrkneska landsliðinu.

Árangurinn hefur verið ágætur undir stjórn Kluivert en liðið er sem stendur í fimmta sæti tyrknesku úrvalsdeildarinnar. Demirspor hefur þó ekki unnið leik frá því í lok október.

Þolinmæðin er greinilega ekki mikil hjá félaginu en Kluivert fær núna að taka pokann sinn.

Kluivert, sem er 47 ára gamall, átti glæstan leikmannferil en þjálfaraferillinn hefur ekki verið alveg eins flottur. Hann hefur mest starfað sem aðstoðarþjálfari og komið víða við.
Athugasemdir
banner
banner
banner