Brunaútsala hjá Man Utd - Greenwood ætlar að hafna Barcelona - Chelsea reyndi að fá Nunez fyrir tímabilið
   mán 04. desember 2023 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Svo þarftu að átta þig á því að þú hefur enga stjórn á þessu"
Davíð Kristján í leik með landsliðinu.
Davíð Kristján í leik með landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég var svekktur og leiður yfir því," sagði Davíð Kristján Ólafsson í samtali við Fótbolta.net í síðustu viku er hann var spurður út í landsliðið.

Davíð Kristján vann sér inn hlutverk í landsliðinu á síðasta ári og spilaði vel. En eftir að Age Hareide tók við liðinu, þá hefur Davíð ekki komist í hópinn.

„En það eru tveir, þrír dagar og svo þarftu bara að átta þig á því að þú hefur enga stjórn á þessu. Þú þarft bara að halda áfram," sagði Davíð jafnframt. „Þú ert aldrei í landsliðinu nema þú sért að spila vel í félagsliði. Ég þarf bara að reyna að halda áfram að gera það. Ef kallið kemur, þá reyni ég að gera eins og í fyrra, að standa mig vel."

Davíð segist ekki hafa verið í sambandi við þjálfarateymið eftir að hann missti sæti sitt í hópnum.

„Nei, í rauninni ekki. Það koma bara nöfn á pappír."

Davíð spilaði síðast í mars verkefninu þar sem hann byrjaði leiki gegn Bosníu og Liechtenstein. Leikurinn gegn Bosníu var mjög erfiður en Ísland tapaði þar 3-0.

„Þetta var erfiður leikur og það gekk ekki vel. Umfjöllunin í kjölfarið á rétt á sér. Maður lendir í því að eiga lélegan leik og þetta var 100 prósent leikur þar sem við spiluðum illa. Það gekk ekkert upp. Upplifunin var slæm, erfiður leikur og léleg frammistaða."

Davíð er ekki mikið að spá í því hvernig aðrir vinstri bakverðir frá Íslandi eru að spila.

„Þetta eru allt flottir strákar. Ég held bara með Íslandi og ég styð þá," sagði Davíð en hann vonast til að fá kallið í æfingaverkefninu í janúar. „Já, algjörlega."

Hægt er að horfa á viðtalið við Davíð í heild sinni hér fyrir neðan.
Einn af sex í Svíþjóð sem náðu eftirtektarverðum áfanga - „Mjög hreykinn af því"
Athugasemdir
banner
banner
banner