Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 05. janúar 2021 11:24
Elvar Geir Magnússon
Klopp fær víti á sjö leikja fresti en Solskjær á þriggja
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Mynd: Getty Images
Sálfræðistríðið fyrir leik Liverpool og Manchester United sem verður eftir tólf daga er þegar farið af stað. Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var allt annað en sáttur eftir 1-0 tap liðsins gegn Southampton í gær.

Klopp vildi í tvígang fá vítaspyrnu í leiknum.

„Ég heyri núna að Man Utd hefur fengið fleiri víti á tveimur árum en við höfum fengið á fimm og hálfu ári. Ég veit ekki hvort það sé hægt að kenna mér um það eða hvernig það getur gerst," sagði Klopp eftir leikinn í gær.

Reyndar er þetta rangt hjá Klopp. Liverpool hefur fengið 30 víti í 199 leikjum síðan hann tók við í október 2015. Undir Ole Gunnar Solskjær hefur Manchester United fengið 27 víti í 75 leikjum síðan hann tók við í desember 2018.

Liverpool hefur því naumlega fengið fleiri víti en undir Klopp hefur Liverpool fengið víti að meðaltali á sjö leikja fresti. Solskjær og United hafa fengið víti á þriggja leikja fresti.

Það verður að taka inn í myndina að hlutfallslega hefur Solskjær stýrt sínu liði í mun fleiri leikjum með VAR myndbandstækninni og eftir komu hennar hefur vítaspyrnum almennt í leiknum fjölgað umtalsvert.

Englandsmeistarar Liverpool eri nú án sigurs í síðustu þremur leikjum og gætu færst niður í annað sætið þegar Manchester United leikur leikinn sem liðið á inni, gegn Burnley þann 12. janúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner