29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   fös 05. febrúar 2021 22:51
Brynjar Ingi Erluson
Óskar Hrafn: Finnst við hafa þroskast
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var yfirvegaður en sáttur með 5-1 sigur liðsins á ÍA í úrslitaleik A-deildar Fótbolta.net mótsins í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  1 ÍA

Brynjólfur Andersen Willumsson skoraði þrennu fyrir Blika á meðan Gísli Eyjólfsson skoraði og lagði upp tvö mörk í leiknum.

„Ég var þokkalega sáttur, sérstaklega með fyrri hálfleikinn en í seinni hálfleiknum var þetta meira borðtennis fram og til baka, bæði lið að skipta mikið inná og takturinn fór svolítið úr þessu en virkilega sáttur með fyrri hálfleikinn," sagði Óskar Hrafn við Fótbolta.net eftir leikinn.

Þessi lið mættust í úrslitaleiknum í fyrra þar sem ÍA vann 5-2 sigur en Óskar segir liðið hafa þroskast mikið frá því í fyrra.

„Mér finnst við hafa allir þroskast og betri ákvarðanir. Við erum farnir að þekkja betur hver á annan. Það er stærsti munurinn á þessu ári."

Blikaliðið lítur vel út fyrir komandi tímabil en næst á dagskrá er Lengjubikarinn.

„Það er markmiðið. Margir leikir fram að móti en eina sem við getum gert er að reyna að taka þennan leik, skoða hann og mæta á æfingu á mánudaginn og vinna eins vel og við getum. Næsta æfingaviki sker úr hvernig við komum til leiks á móti Leikni í Lengjunni og halda hungrinu og dugnaðinum sem hefur einkennt þetta frá því við byrjuðum aftur í desember," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner