Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   fös 05. febrúar 2021 22:51
Brynjar Ingi Erluson
Óskar Hrafn: Finnst við hafa þroskast
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var yfirvegaður en sáttur með 5-1 sigur liðsins á ÍA í úrslitaleik A-deildar Fótbolta.net mótsins í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  1 ÍA

Brynjólfur Andersen Willumsson skoraði þrennu fyrir Blika á meðan Gísli Eyjólfsson skoraði og lagði upp tvö mörk í leiknum.

„Ég var þokkalega sáttur, sérstaklega með fyrri hálfleikinn en í seinni hálfleiknum var þetta meira borðtennis fram og til baka, bæði lið að skipta mikið inná og takturinn fór svolítið úr þessu en virkilega sáttur með fyrri hálfleikinn," sagði Óskar Hrafn við Fótbolta.net eftir leikinn.

Þessi lið mættust í úrslitaleiknum í fyrra þar sem ÍA vann 5-2 sigur en Óskar segir liðið hafa þroskast mikið frá því í fyrra.

„Mér finnst við hafa allir þroskast og betri ákvarðanir. Við erum farnir að þekkja betur hver á annan. Það er stærsti munurinn á þessu ári."

Blikaliðið lítur vel út fyrir komandi tímabil en næst á dagskrá er Lengjubikarinn.

„Það er markmiðið. Margir leikir fram að móti en eina sem við getum gert er að reyna að taka þennan leik, skoða hann og mæta á æfingu á mánudaginn og vinna eins vel og við getum. Næsta æfingaviki sker úr hvernig við komum til leiks á móti Leikni í Lengjunni og halda hungrinu og dugnaðinum sem hefur einkennt þetta frá því við byrjuðum aftur í desember," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner