Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
banner
   sun 05. febrúar 2023 21:45
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Lautaro hetjan í Mílanóslagnum
Mynd: EPA

Inter 1 - 0 AC Milan
1-0 Lautaro Martinez ('34)


Lautaro Martinez gerði eina mark leiksins er Inter og Milan áttust við í stórleik helgarinnar í ítalska boltanum.

Lautaro skoraði markið í fyrri hálfleik með skalla eftir hornspyrnu en Inter var með algjöra yfirburði fram að leikhlé.

Inter var áfram sterkari aðilinn á vellinum en Milan átti góðan kafla í síðari hálfleik. Ítalíumeisturunum tókst þó ekki að skapa raunverulega hættu og voru það leikmenn Inter sem virtust líklegri til að bæta við.

Romelu Lukaku kom boltanum í netið og það gerði Lautaro einnig en ekki dæmd mörk vegna sóknarbrots annars vegar og rangstöðu hins vegar.

Inter er í öðru sæti ítölsku deildarinnar eftir sigurinn, 13 stigum eftir Napoli. Milan er fimm stigum á eftir Inter.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 16 12 0 4 35 14 +21 36
2 Milan 16 10 5 1 27 13 +14 35
3 Napoli 16 11 1 4 24 13 +11 34
4 Roma 17 11 0 6 20 11 +9 33
5 Juventus 17 9 5 3 23 15 +8 32
6 Como 16 7 6 3 22 12 +10 27
7 Bologna 16 7 5 4 24 14 +10 26
8 Lazio 17 6 6 5 18 12 +6 24
9 Sassuolo 17 6 4 7 22 21 +1 22
10 Atalanta 17 5 7 5 20 19 +1 22
11 Udinese 17 6 4 7 18 28 -10 22
12 Cremonese 17 5 6 6 18 20 -2 21
13 Torino 17 5 5 7 17 28 -11 20
14 Cagliari 17 4 6 7 19 24 -5 18
15 Parma 16 4 5 7 11 18 -7 17
16 Lecce 16 4 4 8 11 22 -11 16
17 Genoa 17 3 5 9 17 27 -10 14
18 Verona 16 2 6 8 13 25 -12 12
19 Pisa 17 1 8 8 12 24 -12 11
20 Fiorentina 17 1 6 10 17 28 -11 9
Athugasemdir
banner
banner
banner