Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 05. febrúar 2023 09:35
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Fréttablaðið 
Rannsókn á máli Gylfa lokið - Sakaður um ítrekuð brot
Í svari Saksóknaraembættisins er talað um „ítrekuð kynferðisbrot
Í svari Saksóknaraembættisins er talað um „ítrekuð kynferðisbrot
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar er komið inn á borð Sak­­sóknara­em­bættis bresku krúnunnar en Fréttablaðið greinir frá.

Gylfi var handtekinn í júlí 2021, grunaður um kyn­­ferðis­brot gegn ó­­lög­ráða ein­stak­lingi. Rannsókn í málinu er nú loks lokið.

Saksóknaraembættið fékk gögnin í hendurnar frá lögreglunni þann 31. janúar síðastliðinn „í kjöl­far rann­sóknar hennar á á­sökunum um ítrekuð kyn­ferðis­brot", eins og segir í svari embættisins við fyrirspurn Fréttablaðsins.

Það er nú í höndum saksóknaraem­bættisins að á­kvarða næstu skref, hvort á­kært verði í málinu eða það fellt niður en enginn tímarammi er á því hvenær sú ákvörðun verður tekin.

Gylfi hefur verið laus gegn tryggingu frá því skömmu eftir hand­töku þann 16 júlí á síðasta ári og hefur það fyrir­komu­lag verið fram­lengt nokkrum sinnum.

Gylfi, sem er 33 ára, lék 78 landsleiki fyrir Ísland á árunum 2010-2020. Hann var samningsbundinn Everton þegar hann var handtekinn en samningur hans við félagið rann út á síðasta ári.
Athugasemdir
banner
banner