Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 05. apríl 2020 12:30
Ívan Guðjón Baldursson
Walker sagður hafa boðið vændiskonum heim í einangruninni
Mynd: Getty Images
Kyle Walker, 29 ára varnarmaður Manchester City og enska landsliðsins, gæti átt yfir höfði sér refsingu fyrir brot á reglum varðandi einangrun vegna kórónuveirunnar.

Enski slúðurmiðillinn The Sun greinir frá þessu. Því er haldið fram að Walker hafi, ásamt vini sínum, boðið tveimur vændiskonum heim til sín síðasta þriðjudagskvöld. Önnur vændiskvennanna, Louise McNamara, ákvað að fara með málið í fjölmiðla.

McNamara segir að um hafi verið að ræða þriggja klukkustunda kynsvall og hún hafi ekki kannast við Walker, sem sagðist heita Kai. Hún komst að því hver hann væri eftir atvikið, þegar vinir hennar könnuðust við hann af myndum sem hún hafði tekið umrætt kvöld.

Næsta kvöld sendi Walker frá sér myndband á samfélagsmiðlum þar sem hann hvatti fólk til að virða ráðleggingar yfirvalda og halda sig heima. Viku fyrr hafði hann birt samskonar skilaboð á samfélagsmiðlum þar sem hann hvatti fólk til að virða leiðbeiningar.

„Kyle ætti að vita betur. Hann er að bjóða ókunnugu fólki heim til sín einn daginn og þann næsta hvetur hann fólk til að halda sig heima. Hann er hræsnari og setur fólk í hættu með þessari hegðun sinni," sagði McNamara.

Sun greinir frá því að Manchester City viti af atvikinu og Walker sé búinn að biðjast afsökunar en eigi yfir höfði sér refsingu.

Þetta atvik gerist aðeins nokkrum mánuðum eftir að upp komst um framhjáhald Walker með fyrirsætunni Lauryn Goodman.

Lauryn eignaðist barn fyrr á árinu og kom í ljós í febrúar að Walker væri faðirinn. Annie Kilner, kærasta Walker til margra ára, hætti í kjölfarið með karlinum en þau eiga þrjá stráka saman.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner