Fær ekki að fara fyrr en Salah snýr aftur - Vill fara frá Tottenham - Juventus orðað við marga - Guehi til Þýskalands?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   fim 05. júní 2014 21:48
Jóhann Óli Eiðsson
Arnór Ingvi: Skil sænskuna en tala hana ekki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta fór ekki eins og við ætluðum okkur,“ sagði Arnór Ingvi Traustason eftir 2-0 tap íslenska U21 árs landsliðsins gegn því sænska. Arnór Ingvi var fyrirliði íslenska liðsins allt þar til honum var skipt af velli.

„Við náðum illa að halda boltanum og vorum mikið í því að elta. Við vissum að Svíarnir væru góðir og þannig gekk það í dag. Þeir héldu boltanum mjög vel og því náðum við ekki að skapa neitt. Það var margt sem fór úrskeiðis og við þurfum að laga það fyrir næsta leik.“

„Það var heiður að fá að bera fyrirliðabandið og mjög gaman. En fyrirliði eða ekki fyrirliði. Það sem skiptir máli er að að standa sig fyrir U21 árs landsliðið.“


Arnór Ingvi hélt í víking að loknu síðasta tímabili hér heima og samdi við sænska liðið Norrköping til þriggja ára.

„Ég þekkti nokkra hérna. Thelin, framherjinn og markaskorarinn hjá þeim, er hjá Norrköping og Olsson fór til Arsenal frá Norrköping. Svo hef ég spilað á móti einhverjum þeirra. Ég er ekki enn farinn að tala sænskuna en ég skil og það kemur smám saman.“

„Ég er þarna úti ásamt kærustunni minni og það er mjög kósý. Þetta er lítil og þægileg borg sem við búum í. Klúbburinn er svo að fara mjög vel með mig, flottur klúbbur þannig ég er sáttur.“


Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner