Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 05. júní 2020 09:00
Magnús Már Einarsson
Engin stór kaup áætluð hjá Liverpool í sumar
Mynd: Getty Images
Allt bendir til þess að Timo Werner, framherji RB Leipzig, sé á leiðinni til Chelsea í sumar.

Werner hefur lengi verið orðaður við Liverpool en toppliðið á Englandi hefur engar áætlanir um að berjast við Chelsea um Werner.

Samkvæmt The Athletic eru engin stór kaup áætluð hjá Liverpool í sumar. Launapakki liðsins hljóðar upp á 310 milljónir punda og vegna kórónaveirunnar verður ekki hægt að bæta við leikmönnum.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hafði hugsað sér að fá Werner til að berjast við Sadio Mane, Mohamed Salah og Roberto Firmino í framlínunni.

Mane og Salah eiga að fara í Afríkukeppnina í janúar á næsta ári en miklar líkur eru nú á því að þeirri keppni verði frestað til 2022.
Athugasemdir
banner
banner