Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 05. júní 2020 17:30
Magnús Már Einarsson
Stjörnumenn stefna á Íslandsmeistaratitilinn
Halldór Orri Björnsson kom til Stjörnunnar frá FH í vetur.
Halldór Orri Björnsson kom til Stjörnunnar frá FH í vetur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðjón Baldvinsson og Halldór Orri Björnsson, leikmenn Stjörnunnar, voru gestir í Niðurtalningunni á Fótbolta.net í dag. Þeir segja að markmiðið í Garðabænum í sumar sé að vinna Íslandsmeistaratitilinn.

„við endum númer eitt. Það er okkar markmið. Svo sjáum við til. Við stefnum þangað," sagði Halldór Orri Björnsson í Niðurtalningunni á Fótbolta.net í dag.

„Ég vil vinna báðar dollurnar og það er markmiðið. Maður fær ekki allt sem maður vill en ég og við sem lið ætlum að reyna allt sem við getum," sagði Guðjón Baldvinsson.

Stjörnunni er spáð 6. sæti í spá Fótbolta.net fyrir sumarið og það er eitthvað sem menn yrðu ekki ánægðir með í Garðabænum í haust ef það yrði niðurstaðan.

„Algjörlega ekki. Það er ágætt að vera svolítið undir radarnum. Það eru allir að tala um sex lið og það eru mörg lið sem stefna á titilinn. Við stefnum líka á titilinn," sagði Halldór Orri Björnsson.

„Alex ein mesta fyrirliðatýpa sem ég hef séð"
Hinn tvítugi Alex Þór Hauksson verður með fyrirliðabandið hjá Stjörnunni í sumar en hann var valinn í það hlutverk fram yfir marga reynda leikmenn.

„Alex er það flottur strákur að það er eðlilegt að hann sé með bandið. Eins og hann sagði sjálfur þá eru margir sterkir karakterar í þessum hóp. Alex er flottur strákur og ég held að þetta eigi eftir að hvetja hann áfram og bæta hans leik," sagði Halldór Orri.

„Þetta er ein mesta fyrirliðatýpa sem ég hef séð á ævinnni. Hann er alltaf að klappa mönnum á bakið og huga að öðrum," bætti Guðjón Baldvinsson við.

Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni.
Niðurtalningin - Reynsluboltar úr Garðabænum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner