banner
   mán 05. júní 2023 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Dortmund fær Bensebaini frá Gladbach (Staðfest)
Bensebaini skoraði í tapleik gegn Dortmund á dögunum.
Bensebaini skoraði í tapleik gegn Dortmund á dögunum.
Mynd: EPA

Borussia Dortmund hefur staðfest félagsskipti Ramy Bensebaini sem kemur á frjálsri sölu frá Borussia Mönchengladbach.


Bensebaini er 28 ára gamall vinstri bakvörður sem getur einnig spilað sem miðvörður eða úti á kantinum.

Hann á 53 landsleiki fyrir Alsír og var mikilvægur hlekkur í skemmtilegu liði Gladbach á dvöl sinni þar.

Bensebaini er afar markheppinn miðað við að spila sem bakvörður og hefur skorað 25 mörk í 113 leikjum með Gladbach.

Hann á að fylla í skarðið sem Raphael Guerreiro skilur eftir sig þegar hann fer á frjálsri sölu í sumar. FC Bayern, Manchester City og Arsenal eru meðal félaga sem hafa verið orðuð við Guerreiro.


Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 10 9 1 0 35 6 +29 28
2 RB Leipzig 10 7 1 2 20 13 +7 22
3 Dortmund 10 6 3 1 16 7 +9 21
4 Stuttgart 10 7 0 3 17 12 +5 21
5 Leverkusen 10 6 2 2 24 14 +10 20
6 Hoffenheim 10 6 1 3 21 16 +5 19
7 Eintracht Frankfurt 10 5 2 3 23 19 +4 17
8 Werder 10 4 3 3 15 18 -3 15
9 Köln 10 4 2 4 17 15 +2 14
10 Freiburg 10 3 4 3 13 14 -1 13
11 Union Berlin 10 3 3 4 13 17 -4 12
12 Gladbach 10 2 3 5 13 19 -6 9
13 Hamburger 10 2 3 5 9 16 -7 9
14 Wolfsburg 10 2 2 6 12 18 -6 8
15 Augsburg 10 2 1 7 14 24 -10 7
16 St. Pauli 10 2 1 7 9 20 -11 7
17 Mainz 10 1 2 7 10 18 -8 5
18 Heidenheim 10 1 2 7 8 23 -15 5
Athugasemdir
banner
banner