mið 05. ágúst 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Chiesa á leið til Man Utd?
Federico Chiesa
Federico Chiesa
Mynd: Getty Images
Ítalski miðillinn La Nazione heldur því fram að enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United hafi lagt fram 55 milljón evra tilboð í ítalska vængmanninn Federico Chiesa hjá Fiorentina.

Chiesa hefur verið einn heitasti bitinn í Seríu A síðustu árin en hann skoraði tíu mörk fyrir Fiorentina í deildinni á leiktíðinni sem var að klárast.

Mörg stórlið eru á höttunum eftir honum en samkvæmt La Nazione þá hefur Manchester United lagt fram 55 milljón evra tilboð í þennan öfluga leikmann.

Rocco Comisso, forseti Fiorentina, hefur þegar sagt frá því að félagið hlusti á tilboð í Chiesa.

Inter og Juventus vilja einnig fá þennan 22 ára gamla leikmann en hann er sonur Enrico Chiesa sem lék með félögum á borð við Fiorentina, Lazio, Parma og Sampdoria.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner