Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
   fim 05. september 2024 17:30
Elvar Geir Magnússon
Enn möguleiki á að Leicester lendi í stigafrádrætti
Leicester gæti þurft að glíma við aðra ákæru sem gæti leitt til stigafrádráttar en enska úrvalsdeildin vill skoða útgjöld félagsins á síðasta tímabili. Rannsakað er hvort félagið hafi brotið reglur um hagnað og sjálfbærni.

Eftir áfrýjun vann Leicester mál gegn sér á dögunum en óháð nefnd úrskurðaði að uppgjörstímabili Leicester hafi lokið 30. júní 2023, eftir að félagið féll úr úrvalsdeildinni. Allt að sjö stig hefðu verið dregin af liðinu ef félagið hefði fengið dóm.

Leicester er þó ekki hólpið því nú skoðar enska úrvalsdeildin hvort félagið hafi eytt of miklu á árunum 2021-24.

Forráðamenn Leicester eru sagðir sannfærðir um að þeir hafi ekki brotið reglur. Bókhaldið lagaðist mikið þegar Kiernan Dewsbury-Hall var seldur til Chelsea fyrir 30 milljónir punda en hann skráist sem uppalinn leikmaður og því sem hreinn hagnaður. Þá fékk Leicester 30 milljónir í bætur frá Chelsea fyrir stjórann Enzo Maresca.

Ensk úrvalsdeildarfélög mega samkvæmt reglum ekki tapa meira en 105 milljónum punda yfir þriggja ára tímabili en sá þröskuldur er lækkaður um 22 milljónir punda fyrir hvert tímabil sem félag hefur verið í Championship, sem þýðir að leyfilegt tap Leicester er 83 milljónir punda.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 36 25 8 3 83 37 +46 83
2 Arsenal 36 18 14 4 66 33 +33 68
3 Newcastle 36 20 6 10 68 45 +23 66
4 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
5 Chelsea 36 18 9 9 62 43 +19 63
6 Aston Villa 36 18 9 9 56 49 +7 63
7 Nott. Forest 36 18 8 10 56 44 +12 62
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 36 12 13 11 46 48 -2 49
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 West Ham 36 10 10 16 42 59 -17 40
16 Man Utd 36 10 9 17 42 53 -11 39
17 Tottenham 36 11 5 20 63 59 +4 38
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 36 5 7 24 31 78 -47 22
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir
banner