Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   þri 05. nóvember 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Væri til í að sjá Lampard snúa aftur heim
Frank Lampard, fyrrum stjóri Chelsea, var á dögunum orðaður við stjórastarfið hjá Roma á Ítalíu en Jeff Stelling, þáttastjórnandi hjá Talksport, væri til að sjá hann aftur taka við liði í ensku úrvalsdeildinni.

Stelling væri til í að sjá Frank Lampard taka við West Ham ef það starf losnar.

Julen Lopetegui tók við West Ham af David Moyes síðasta sumar en hann hefur ekki farið vel af stað í ensku úrvalsdeildinni og það hefur pressa myndast á honum.

Forráðamenn West Ham voru í skýjunum þegar Lopetegui var ráðinn en liðið tapaði 3-0 gegn Nottingham Forest á laugardaginn og var það fimmta tap liðsins á tímabilinu.

Lampard er uppalinn hjá West Ham og Stelling væri spenntur að sjá hann taka við liðinu þó stjóraferill hans hafi ekki verið ýkja merkilegur hingað til.
Athugasemdir
banner