Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 05. desember 2018 11:47
Elvar Geir Magnússon
Henry kominn úr fallsæti - Falcao skoraði vítatvennu
Falcao klikkaði ekki á vítapunktinum.
Falcao klikkaði ekki á vítapunktinum.
Mynd: Getty Images
Radamel Falcao skoraði tvennu þegar Mónakó vann 2-0 útisigur gegn Amiens í frönsku deildinni í gær.

Bæði mörk kólumbíska sóknarmannsins komu af vítapunktinum.

Það er aðeins að birta til hjá Thierry Henry og lærisveinum hans. Þeir hafa nú unnið tvo af síðustu þremur leikjum og eru komnir upp í 17. sæti í deildinni.

Mónakó er með 13 stig, eins og Rúnar Alex Rúnarsson og félagar í Dijon sem eiga mikilvæga botnbaráttuslag gegn Guingamp í kvöld.

Mario Balotelli var í byrjunarliði Nice í gær en var tekinn af velli á 65. mínútu í markalausu jafntefli gegn Angers. Balotelli hegðaði sér vel þegar hann var tekinn af velli, öfugt við í leiknum um síðustu helgi. Nice er í sjöunda sæti.

Paris Saint-Germain heimsækir Strasbourg í kvöld en ef PSG vinnur nær liðið 16 stiga forystu í deildinni.
Athugasemdir
banner
banner