Aston Villa reynir við Cunha - Barcelona getur ekki fengið Rashford - Duran til Sádi-Arabíu?
   fim 05. desember 2024 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stendur þétt við bakið á hinum meiðslahrjáða Luke Shaw
Luke Shaw hér með Bruno Fernandes.
Luke Shaw hér með Bruno Fernandes.
Mynd: Getty Images
Rúben Amorim, stjóri Manchester United, stendur þétt við bakið á Luke Shaw þrátt fyrir meiðslavandræði leikmannsins.

Shaw er kominn aftur á meiðslalista United, aðeins nokkrum vikum eftir að hafa snúið aftur úr meiðslum. Hann segir þetta langerfiðasta kafla ferilsins til þessa.

Shaw hefur lítið komið við sögu hjá United síðustu tvö tímabil. Alls hefur hann spilað 14 deildarleiki á þessum tíma og verið mikið frá vegna meiðsla.

„Það sem ég get sagt er að eftir að ég kom þá hef ég séð hann mikið í ræktinni og ég hef séð hann leggja mikið á sig," sagði Amorim.

„Ef hann heldur áfram þannig, þá verður hann frábær leikmaður fyrir okkur sem við þurfum á að halda. Sama hversu langan tíma hann þarf, þá verð ég með honum. Við munum hjálpa honum að snúa aftur."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner