mán 06. febrúar 2023 23:50
Ívan Guðjón Baldursson
Notuðu 'skæri, blað, steinn' fyrir aukaspyrnu gegn Celtic
Mynd: EPA

St. Johnstone tók á móti Celtic í skoska boltanum í gær og steinlá gegn besta liði landsins sem er komið með 70 stig eftir 25 umferðir.


Heimamönnum tókst að skora eitt mark í leiknum en lokatölur urðu 1-4 og er St. Johnstone í neðri hluta deildarinnar með 27 stig eftir 25 umferðir.

St. Johnstone fékk tækifæri til að minnka muninn í seinni hálfleik, þegar staðan var ekki nema 1-3. Aukaspyrna var dæmd utan vítateigs en óljóst hver ætlaði að taka spyrnuna.

Tveir líklegustu áttu í erfiðleikum með að ákveða hvor mætti taka spyrnuna svo þeir notuðu klassíska aðferð, sem er oft notuð til að útkljá hin ýmsu vafamál.

Sú aðferð kemur í formi leiks sem er ýmist kallaður 'steinn, skæri, blað' eða 'skæri, blað, steinn'.


Athugasemdir
banner
banner
banner