Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 06. maí 2019 10:30
Arnar Daði Arnarsson
Lið 1. umferðar - Leikmenn úr sjö liðum
Birta Guðlaugsdóttir er í liði umferðarinnar.
Birta Guðlaugsdóttir er í liði umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Agla María skoraði fyrsta mark Íslandsmótsins.
Agla María skoraði fyrsta mark Íslandsmótsins.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Hlín og Elín Metta eru báðar í liðinu.
Hlín og Elín Metta eru báðar í liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
1. umferðin í Pepsi Max-deild kvenna fór fram á fimmtudag og föstudag í síðustu viku.

Stórleikur umferðarinnar var leikinn á föstudaginn þegar Valur tók á móti Þór/KA. Bæði lið eruð spáð toppbaráttu. Eftir að Þór/KA komst yfir 2-1 í fyrri hálfleik settu Valsstelpur í annan gír í seinni hálfleik og unnu að lokum 5-2 sigur.


Hlín Eiríksdóttir skoraði þrennu fyrir Val og var valin leikmaður umferðarinnar. Elín Metta Jensen var einnig öflug í liði Vals í fremstu víglínu.

Hin 18 ára, Birta Guðlaugsdóttir hélt hreinu í marki Stjörnunnar í 1-0 sigri liðsins á Selfossi. Jasmín Erla Ingadóttir var besti leikmaður Stjörnunnar í leiknum og þá átti Sóley Guðmundsdóttir góðan leik í bakverðinum.

Það var nýliðaslagur í Árbænum þegar Fylkir vann Keflavík 2-1 á heimavelli. Berglind Rós Ágústsdóttir fór fyrir sínu liði bæði á miðjunni og í miðverðinum og þá átti Natasha Anasi góðan leik fyrir gestina í vörninni.

Í Eyjum mættu Íslandsmeistararnir og unnu góðan 2-0 sigur á ÍBV. Agla María Albertsdóttir skoraði fyrsta mark Íslandsmótsins í leiknum. Á miðjunni í sitthvoru liðinu voru Clara Sigurðardóttir og Fjolla Shala sem eru báðar í liði umferðarinnar.

Ein óvæntustu úrslitin í 1. umferðinni var sigur HK/Víkings á KR á heimavelli. HK/Víkingi var ekki spáð góðu gengi fyrir mótið á meðan KR hefur styrkt sig fyrir tímabilið. Fatma Kara byrjar mótið vel og var best HK/Víkings leikmanna.
Athugasemdir
banner
banner