De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   lau 06. maí 2023 12:45
Aksentije Milisic
Stefán Ingi spáir í leiki helgarinnar í enska boltanum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Yeoman væntanlega í sjöunda himni með sína menn í Brighton.
Yeoman væntanlega í sjöunda himni með sína menn í Brighton.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

Stefán Ingi Sigurðarson, leikmaður Breiðabliks, spáir í leiki helgarinnar í enska boltanum. Hörður Magnússon spáði í síðustu umferð og var hann með sex leiki rétta.


Bournemouth 1-1 Chelsea (14:00 í dag)
Solanke búinn að vera heitur og skorar en Chelsea ná að bjarga Lampard frá 007 með því að gera jafntefli. Ætli Thiago Silva skori ekki skallamark. Chelsea verður því 0-1-6 með Lampard síðan hann tók við

Tottenham 1 - 1 Crystal Palace (14:00 í dag)
Tottenham hafa fengið mikið af mörkum á sig en það hættir ekki í dag. Ekki mjög skemmtilegur leikur því miður.

Manchester City 4-0 Leeds (14:00 í dag)
Auðveldur leikur þar sem Haaland setur 2. Meslier heldur áfram að gefa mörk.

Wolves 1-1 Aston Villa (14:00 í dag)
Aston Villa nær ekki að nýta sér jafntefli Tottenham og setur ekki nægilega pressu á Brighton og Liverpool í baráttunni um Evrópu.

Liverpool 2-1 Brentford (16:30 í dag)
Liverpool heldur vonandi áfram að vinna en held að það verði ekki sannfærandi.

Newcastle 3-2 Arsenal (15:30 á morgun)
Stórleikur helgarinnar býður uppá mikla skemmtun, fjörugur leikur sem endar titilvonir Arsenalmanna.

West Ham 0-1 Manchester United (18:00 á morgun)
Ætli United vinni ekki þennan leik, nenni ekki að spá meira í þá en þetta.

Fulham 1- 0 Leicester (14:00 á mánudag)
Fulham vinnur en Leicester heldur sér frá fallsæti á markatölu.

Brighton 3-0 Everton (16:30 á mánudag)
Andri Yeoman mætir glaður í Árbæinn því Brighton pakka Everton saman.

Nottingham Forest 1-0 Southampton (19:00 á mánudag)
Tvö lið að berjast gegn falli, spái mjög leiðinlegur leik, Forest vinnur 1-0.

Fyrri spámenn:
Teddi Ponza - 8 réttir
Aron Mímir - 7 réttir
Guðmundur Stephensen - 6 réttir
Nökkvi Þeyr Þórisson - 7 réttir
Katrín Jakobsdóttir - 6 réttir
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir - 6 réttir
Óskar Smári - 6 réttir
Tómas Þór - 6 réttir
Höddi Magg - 6 réttir
Atli Hrafn - 5 réttir
Hjálmar Örn Jóhannsson - 5 réttir
Hjálmar Stefánsson - 5 réttir
Jón Axel - 5 réttir
Arnar Daði - 5 réttir
Magnús Valur - 5 réttir
Kristján Atli - 5 réttir
Birkir Már Sævarsson - 2 réttir
Logi Geirsson - 4 réttir
Albert Hafsteins - 4 réttir
Adam Ægir Pálsson - 4 réttir
Magnús Kjartan - 4 réttir
Hallur Flosason - 4 réttir
Höskuldur Gunnlaugs - 4 réttir
Ingimar Helgi Finnsson - 4 réttir
Danijel Dejan Djuric - 3 réttir
Arna Sif - 3 réttir
Viðar Hafsteins - 3 réttir
Albert Hafsteins (2) - 3 réttir
Jason Daði Svanþórsson - 3 réttir
Siggi Gunnars - 3 réttir
Oliver Heiðarsson - 1 réttir

Enski boltinn - Nær Stóri Sam að bjarga málunum?
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 35 25 7 3 81 35 +46 82
2 Arsenal 35 18 13 4 64 31 +33 67
3 Man City 35 19 7 9 67 43 +24 64
4 Newcastle 35 19 6 10 66 45 +21 63
5 Chelsea 35 18 9 8 62 41 +21 63
6 Nott. Forest 35 18 7 10 54 42 +12 61
7 Aston Villa 35 17 9 9 55 49 +6 60
8 Bournemouth 35 14 11 10 55 42 +13 53
9 Brentford 35 15 7 13 62 53 +9 52
10 Brighton 35 13 13 9 57 56 +1 52
11 Fulham 35 14 9 12 50 47 +3 51
12 Crystal Palace 35 11 13 11 44 48 -4 46
13 Wolves 35 12 5 18 51 62 -11 41
14 Everton 35 8 15 12 36 43 -7 39
15 Man Utd 35 10 9 16 42 51 -9 39
16 Tottenham 35 11 5 19 63 57 +6 38
17 West Ham 35 9 10 16 40 59 -19 37
18 Ipswich Town 35 4 10 21 35 76 -41 22
19 Leicester 35 5 6 24 29 76 -47 21
20 Southampton 35 2 5 28 25 82 -57 11
Athugasemdir
banner
banner
banner