Liverpool og Man Utd fylgjast með þróun mála hjá Vinícius - Liverpool hefur átt í viðræðum um Antoine Semenyo - Gallagher eftirsóttur
   fös 11. nóvember 2022 19:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jón Axel spáir í 16. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Jón Axel verður í eldlínunni í kvöld.
Jón Axel verður í eldlínunni í kvöld.
Mynd: Mummi Lú
Á bekknum hjá Grindavík í byrjun tímabils.
Á bekknum hjá Grindavík í byrjun tímabils.
Mynd: Mummi Lú
Marínó Axel verður ánægður ef Leeds klárar þrjú stig.
Marínó Axel verður ánægður ef Leeds klárar þrjú stig.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fimmtánda umferð ensku úrvalsdeildarinnar hefst í hádeginu á morgun með viðureign Manchester City og Brentford, sá leikur hefst klukkan 12:30. Við fáum átta leiki á laugardag og innifalið í því er eitt stykki kvöldleikur. Umferðinni lýkur svo á sunnudag með tveimur leikjum. Um er að ræða lokaumferðina fyrir HM hlé.

Körfuboltamaðurinn Jón Axel Guðmundsson, leikmaður Pesaro á Ítalíu og íslenska landsliðsins, spáir í leiki helgarinnar. Grindvíkingurinn verður í eldlínunni í kvöld (19:30 á RÚV) þegar íslenska landsliðið mætir Georgíu í undankeppni HM. Arnar Daði Arnarsson var spámaður síðustu helgar og var hann með fimm rétta.

Man City 4 - 0 Brentford (laugardagur 12:30)
Þetta verður leikur köttsins að músinni. Haaland mun koma sterkur inn eftir smá meiðsli og setur 2 mörk, leggur svo upp 2 fyrir Foden.

Bournemouth 0 - 0 Everton (laugardagur 15:00)
Þetta verður svokallaður baráttuleikur og lítið um gæði hjá báðum liðum. Fallslagur sem endar í jafntefli.

Liverpool 3 - 0 Southampton (laugardagur 15:00)
Auðveldur leikur fyrir Liverpool sem verða betri með hverjum leiknum og Mo Salah verður afram á skotskónum, verður með þrennu fyrir Liverpool.

N. Forest 2 - 1 C. Palace (laugardagur 15:00)
Kemur óvæntur sigur hjá Nottingham Forrest og þeir koma sér upp úr botninum með þessum sigri á Crystal Palace. Jesse Lingard setur eitt og leggur upp annað.

Tottenham 1 - 3 Leeds (laugardagur 15:00)
Harry Kane skorar fyrsta mark leiksins og Leeds lestin vaknar eftir það og setur þrjú. Marinó Axel Helgason verður glaðasti maður Íslands eftir góðan sigur hjá sínum mönnum.

West Ham 2 - 1 Leicester (laugardagur 15:00)
Verður tiltölulega auðveldur leikur fyrir West Ham, komast í 2-0 og svo á 85. setur Vardy eitt mark og kemur hita í leikinn, en Leicester munu ekki komast nær en það.

Newcastle 3 - 1 Chelsea (laugardagur 17:30)
Chelsea er ennþá að hugsa um tapið á móti Arsenal og leikmaður mánaðarins, Almirón, setur tvö og leggur upp eitt. Newcastle heldur áfram að blómstra eftir erfitt tímabil í fyrra.

Wolves 2 - 3 Arsenal (laugardagur 18:45)
Diego Costa mun koma sterkur til leiks og kemur Wolves 2-1 yfir inn í hálfleik en þá rankar Gabriel Jesus við sér og klárar leikinn fyrir Arsenal menn með tveimur mörkum í seinni hálfleik og Wolves fara beint á botninn.

Brighton 2 - 0 Aston Villa (sunnudagur 14:00)
Brighton koma inn fullir sjálfstrausts eftir sigur á móti Arsenal í EFL cup í vikunni og setja tvö strax í fyrri hálfleik. Verður markalaust í seinni halfleik og litið um færi, Brighton halda áfram að sækja stig og halda sér í efri hluta í deildinni.

Fulham 0 - 3 Manchester United (sunnudagur 16:30)
Verða erfið stig fyrir United en í seinni hálfleik vaknar risinn og Ronaldo verður kominn í World Cup form, setur þrennu í seinni hálfleik. Hann hendir jafnvel í Siuuuuuuuu í seinasta markinu eftir að hann klárar þrennuna og sýnir fólki að United þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur, geitin er aftur mætt.

Fyrri spámenn:
Teddi Ponza - 8 réttir
Aron Mímir - 7 réttir
Nökkvi Þeyr Þórisson - 7 réttir
Tómas Þór - 6 réttir
Arnar Daði - 5 réttir
Magnús Valur - 5 réttir
Albert Hafsteins - 4 réttir
Adam Ægir Pálsson - 4 réttir
Magnús Kjartan - 4 réttir
Höskuldur Gunnlaugs - 4 réttir
Ingimar Helgi Finnsson - 4 réttir
Arna Sif - 3 réttir
Viðar Hafsteins - 3 réttir
Oliver Heiðarsson - 1 réttir
Enski boltinn - Hæhæ tvíeykið gerir upp stórleikinn
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 12 9 2 1 24 6 +18 29
2 Chelsea 12 7 2 3 23 11 +12 23
3 Man City 12 7 1 4 24 10 +14 22
4 Aston Villa 12 6 3 3 15 11 +4 21
5 Crystal Palace 12 5 5 2 16 9 +7 20
6 Brighton 12 5 4 3 19 16 +3 19
7 Sunderland 12 5 4 3 14 11 +3 19
8 Bournemouth 12 5 4 3 19 20 -1 19
9 Tottenham 12 5 3 4 20 14 +6 18
10 Man Utd 12 5 3 4 19 19 0 18
11 Everton 12 5 3 4 13 13 0 18
12 Liverpool 12 6 0 6 18 20 -2 18
13 Brentford 12 5 1 6 18 19 -1 16
14 Newcastle 12 4 3 5 13 15 -2 15
15 Fulham 12 4 2 6 13 16 -3 14
16 Nott. Forest 12 3 3 6 13 20 -7 12
17 West Ham 12 3 2 7 15 25 -10 11
18 Leeds 12 3 2 7 11 22 -11 11
19 Burnley 12 3 1 8 14 24 -10 10
20 Wolves 12 0 2 10 7 27 -20 2
Athugasemdir
banner