Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fös 21. október 2022 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Albert Hafsteins spáir í 13. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Albert Hafsteinsson, leikmaður Fram.
Albert Hafsteinsson, leikmaður Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Patrick Vieira.
Patrick Vieira.
Mynd: EPA
Verður Nunez á skotskónum?
Verður Nunez á skotskónum?
Mynd: EPA
Scamacca hér til vinstri.
Scamacca hér til vinstri.
Mynd: EPA
Á morgun hefst 13. umferð ensku úrvalsdeildarinnar þegar Nottingham Forest tekur á móti Liverpool í hádegisleiknum.

Viðar Hafsteinsson, þjálfari körfuboltaliðs Hattar, var með þrjá rétta er hann spáði í leiki vikunnar og stefnir Albert Hafsteinsson, sem er mikill Arsenal maður, að gera betur.

Nottingham Forest 0 – 3 Liverpool (11:30 á morgun)
Forest eru með slakasta liðið í þessari deild og þetta verður leikur kattarins að músinni. Mikilvæg þrjú stig fyrir Liverpool í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Gomez laumar einu óvæntu inn þarna og Nunez hin tvö.

Everton 0 - 1 Crystal Palace (14:00 á morgun)
Rosaleg jafnteflislykt af þessum. Spái því hins vegar að Vieira vinni Lampard, ekki í fyrsta skipti á ferlinum. Eze siglir þessu með einstaklingsframtaki.

Man City 4 – 1 Brighton (14:00 á morgun)
City líta vel út og eru klárlega næst besta lið Englands um þessar mundir. De Zerbi tekst ekki að vinna sinn fyrsta leik með Brighton því City er með De Bruyne. Haaland skorar óvænt og jafnvel fleiri en eitt.

Chelsea 2 – 1 Man United (16:30 á morgun)
Heimavöllurinn hefur verið drjúgur í innbyrgðisleikjum top 6 liðanna í vetur. Það heldur áfram á laugardaginn og Chelsea vinnur þennan mikilvæga leik með naumindum. Sárt tap fyrir Erik ten Hag sem mistekst að koma sínu liði í top fjóra. Auba og Sterling með mörkin áður en Sancho klórar í bakkann.

Aston Villa 0 – 1 Brentford (13:00 á sunnudag)
Aston Villa eru að spila undir getu og liðið ekki spennandi. Brentford vinnur þetta, Toney úr víti sennilega. Nokkuð öruggur á punktinum sá kóngur.

Leeds 2 – 1 Fulham (13:00 á sunnudag)
Leeds geta verið sprækir og þeir verða það á móti Fulham. Kominn tími á Bamford þannig hann skorar sennilega bæði í þessum leik eftir að Mitrovic kemur Fulham yfir.

Southampton 0 – 3 Arsenal (13:00 á sunnudag)
Arsenal átti sinn slakasta leik á móti Leeds um síðustu helgi. Þeir verða líklega í þriðja gír á sunnudaginn eftir leikinn í Evrópudeildinni á fimmtudeginum en það dugar til 0-3 sigurs. Slík eru gæðin í þessu liði. Xhaka, Martinelli og Jesus klára þetta í fyrri hálfleik. Virðist fátt geta stöðvað Arteta og hans lærisveina þennan veturinn.

Wolves 0 – 1 Leicester (13:00 á sunnudag)
Wolves eru í smá basli og verða við botninn fyrir jól, því miður. Kominn tími á að Leicester vakni og komi sér úr botnsætinu. Vardy klárar þetta seint í leiknum.

Tottenham 0 – 1 Newcastle (15:30 á sunnudag)
Tottenham með mjög spennandi lið undir Conte þar sem hann stillir yfirleitt upp 9 varnarmönnum. Bissouma, Hojbjerg og Bentancur eru léttleikandi á miðjunni og sóknarsinnaðir leikmenn. Þeir eru þó ekki nægilega léttleikandi fyrir Bruno Guimaraes og Joelinton.

West Ham 3 – 0 Bournemouth (19:00 á mánudag)
Bournemouth blaðran er sprungin. Nokkuð auðveldur sigur hjá West Ham á mánudagskvöldi. Scamacca með þrennu.

Fyrri spámenn:
Teddi Ponza - 8 réttir
Nökkvi Þeyr Þórisson - 7 réttir
Tómas Þór - 6 réttir
Magnús Valur - 5 réttir
Adam Ægir Pálsson - 4 réttir
Magnús Kjartan - 4 réttir
Höskuldur Gunnlaugs - 4 réttir
Ingimar Helgi Finnsson - 4 réttir
Arna Sif - 3 réttir
Viðar Hafsteins - 3 réttir
Oliver Heiðarsson - 1 réttir
Enski boltinn - Að telja sig vera stærri en félagið
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Ipswich Town 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leicester 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Southampton 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Luton 38 6 8 24 52 85 -33 26
19 Burnley 38 5 9 24 41 78 -37 24
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Sheffield Utd 38 3 7 28 35 104 -69 16
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner