Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fös 20. janúar 2023 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Logi Geirsson spáir í 21. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Logi Geirsson.
Logi Geirsson.
Mynd: Aðsend
Moyes bjargar starfinu.
Moyes bjargar starfinu.
Mynd: EPA
21. umferð ensku úrvalsdeildarinnar hefst í hádeginu á morgun með stórleik Liverpool og Chelsea. Alls fara sex leikir fram á morgun og á sunnudag er svo stórleikur Arsenal og Manchester United. Lokaleikur umferðarinnar er svo á mánudag þegar Fulham tekur á móti Tottenham.

Hjálmar Stefánsson, Íslands- og bikarmeistari í körfubolta, spáði í leiki síðustu umferðar. Hann var með fimm leiki rétta, tvö hárrétt úrslit.

Logi Geirsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta, spáir í leiki umferðarinnar. Logi var hluti af silfurliði Íslands á Ólympíuleikunum í Peking og verður hann í settinu þegar rætt verður um leik Íslands og Svíþjóðar á HM í handbolta í kvöld. Logi er einn af sérfræðingum RÚV í kringum mótið.

Sjá einnig:
Gugga leggur til að sænski markvörðurinn fái frí í kvöld
Fótboltinn minn: Logi Geirsson (2006)

Liverpool 1 – 1 Chelsea (laugardagur 12:30)
Bæði lið verið langt frá sínu besta upp á síðkastið. Chelsea með fullt af mönnum á meiðslalista. Seinustu fjórar rimmur liðana hafa endað jafntefli eftir 90 mínútur svo ég held mér við það.

Bournemouth 0 – 1 Nottingham Fores (laugardagur 15:00)
Tvö lið sem eru ekki mikið fyrir að skora. Bournemouth ekki skorað í seinustu fjórum deildarleikjum sínum. Forest þó búnir að vera heitir og munu vinna þennan leik.

Leicester 1 – 3 Brighton (laugardagur 15:00)
Brighton búnir að vera heitir upp á síðkastið og koma að fullum krafti inn í þennan leik eftir sannfærandi sigur á Liverpool um seinustu helgi.

Southampton 1 – 2 Aston Villa (laugardagur 15:00)
Southampton á botni deildarinnar og lærisveinar Unai Emery búnir að vera þokkalegir eftir HM.

West Ham 2 – 0 Everton (laugardagur 15:00)
Tvö af slökustu liðum deildarinnar, en eitthvað segir mér að West Ham taki þetta á heimavelli og Moyes bjargi starfinu sínu í bili.

Crystal Palace 0 – 2 Newcastle (laugardagur 17:30)
Newcastle búnir að vera frábærir þetta tímabilið. Crystal Palace voru slakir í seinasta leik gegn Manchester United en náðu sér þó í stig, sem gæti verið hvatning. Vörn Newcastle er þó of góð og munu þeir halda hreinu enn eina ferðina.

Leeds 1 – 2 Brentford (sunnudagur 14:00)
Brentford búnir að spila vel eftir HM og munu hér vinna Leeds á útivelli.

Manchester City 3 – 0 Wolves (sunnudagur 14:00)
Þægilegur heimasigur fyrir Manchester City, Haaland setur 2 jafnvel 3.

Arsenal 2 – 2 Manchester United (sunnudagur 16:30)
Stórleikur helgarinnar. Arsenal bestir í deildinni og Manchester United að reyna að koma sér í titilbaráttuna. Erik Ten Hag eini þjálfarinn sem hefur unnið Arsenal í deild þetta tímabilið og mun hann ræna af þeim stigum. Væri Casemiro ekki í banni tækju United þennan leik.

Fulham 1 – 1 Tottenham (mánudagur 20:00)
Baráttan um fimmta sætið. Jafntefli á Craven Cottage, Mitrovic og Kane með mörkin.

Fyrri spámenn:
Teddi Ponza - 8 réttir
Aron Mímir - 7 réttir
Nökkvi Þeyr Þórisson - 7 réttir
Óskar Smári - 6 réttir
Tómas Þór - 6 réttir
Hjálmar Stefánsson - 5 réttir
Jón Axel - 5 réttir
Arnar Daði - 5 réttir
Magnús Valur - 5 réttir
Albert Hafsteins - 4 réttir
Adam Ægir Pálsson - 4 réttir
Magnús Kjartan - 4 réttir
Höskuldur Gunnlaugs - 4 réttir
Ingimar Helgi Finnsson - 4 réttir
Arna Sif - 3 réttir
Viðar Hafsteins - 3 réttir
Oliver Heiðarsson - 1 réttir
Enski boltinn - Krísuástandið hjá Chelsea krufið til mergjar
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 35 25 7 3 81 35 +46 82
2 Arsenal 35 18 13 4 64 31 +33 67
3 Man City 35 19 7 9 67 43 +24 64
4 Newcastle 35 19 6 10 66 45 +21 63
5 Chelsea 35 18 9 8 62 41 +21 63
6 Nott. Forest 35 18 7 10 54 42 +12 61
7 Aston Villa 35 17 9 9 55 49 +6 60
8 Bournemouth 35 14 11 10 55 42 +13 53
9 Brentford 35 15 7 13 62 53 +9 52
10 Brighton 35 13 13 9 57 56 +1 52
11 Fulham 35 14 9 12 50 47 +3 51
12 Crystal Palace 35 11 13 11 44 48 -4 46
13 Wolves 35 12 5 18 51 62 -11 41
14 Everton 35 8 15 12 36 43 -7 39
15 Man Utd 35 10 9 16 42 51 -9 39
16 Tottenham 35 11 5 19 63 57 +6 38
17 West Ham 35 9 10 16 40 59 -19 37
18 Ipswich Town 35 4 10 21 35 76 -41 22
19 Leicester 35 5 6 24 29 76 -47 21
20 Southampton 35 2 5 28 25 82 -57 11
Athugasemdir
banner
banner