Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 06. júní 2020 21:07
Ívan Guðjón Baldursson
Enginn með Covid í úrvalsdeildinni - 1195 neikvæð sýni
Adrian Mariappa greindist með veiruna í lok maí.
Adrian Mariappa greindist með veiruna í lok maí.
Mynd: Getty Images
Barátta knattspyrnuheimsins gegn Covid-19 gengur vel og voru frábærar fréttir að berast úr ensku úrvalsdeildinni.

Leikmenn eru prófaðir reglulega við veirunni og er David Ornstein, fréttamaður hjá The Athletic, búinn að staðfesta nýjustu tölur.

Sýni úr 1195 starfsmönnum og leikmönnum úrvalsdeildarfélaga komu til baka neikvæð. Ekkert sýni var jákvætt og því virðist ekkert því til fyrirstöðu að deildartímabilið geti farið aftur af stað 17. júní.

Það hafa 13 verið greindir með veiruna frá því að prófanir hófust á undirbúningstímabili ensku úrvalsdeildarinnar. Í heildina hafa 6274 sýni verið tekin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner