Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 06. júní 2020 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
FCK vill hleypa 10500 áhorfendum á heimaleiki
Mynd: Getty Images
Danski boltinn er farinn aftur af stað eftir Covid pásu en samkomubann ríkir í Danmörku þar sem ekki meira en 500 manns mega koma saman.

Þetta kemur sér ekki vel fyrir knattspyrnufélög þar í landi sem reiða sig á miðakaup stuðningsmanna til að halda fjárhagnum gangandi. FC Kaupmannahöfn, sem er ríkjandi meistari, hefur stungið uppá því að hólfa niður leikvanginn sinn svo fleiri áhorfendur komist að.

FCK vill skipta Parken niður í 21 hólf þar sem 500 manns komast fyrir í hverju hólfi. Í heildina yrði pláss fyrir rúmlega 10 þúsund manns en völlurinn tekur tæplega 40 þúsund í sæti. Fjórðungur sætafjölda yrði því notaður á heimaleikjum liðsins.

Næsti heimaleikur FCK er á morgun, sunnudag, gegn Randers. Ragnar Sigurðsson er á mála hjá félaginu en var ekki í hóp í fyrsta leik eftir hlé, 1-4 sigri á útivelli gegn Lyngby.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner