Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 06. júní 2020 16:24
Ívan Guðjón Baldursson
HB vann sjötta leikinn í röð - Árni spilaði í tapleik Kolos
Árni er byrjunarliðsmaður hjá Kolos og hefur skorað þrjú mörk í ellefu leikjum á tímabilinu. Á síðustu leiktíð gerði hann sjö mörk í fjórtán leikjum fyrir Chernomorets Odessa.
Árni er byrjunarliðsmaður hjá Kolos og hefur skorað þrjú mörk í ellefu leikjum á tímabilinu. Á síðustu leiktíð gerði hann sjö mörk í fjórtán leikjum fyrir Chernomorets Odessa.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
TB Tvoroyri 0 - 1 HB Torshavn
0-1 Dan Soylu ('12)
Rautt spjald: Jens Bruhn, TB ('65)

Dan Soylu gerði eina mark leiksins er HB frá Þórshöfn vann sjötta leik sinn í röð í færeyska boltanum.

HB er á toppi deildarinnar með átján stig eftir sex umferðir. HB heimsótti TB í Trongisvágsfjørð og kom mark Soylu á tólftu mínútu.

Rene Joensen var í byrjunarliði HB en Adrian Justinussen er enn fjarverandi vegna meiðsla. TB er aðeins með eitt stig.

Zorya Luhansk 1 - 0 Kolos Kovalivka
1-0 Vladislav Kabaev ('13)
Rautt spjald: Oleg Kozhushko, Kolos ('65)

Árni Vilhjálmsson lék fyrstu 69 mínúturnar er Kolos Kovalivka tapaði fyrir FK Zorya Luhansk í jöfnum leik í efstu deild úkraínska boltans.

Kolos hefur tapað öllum síðustu leikjum sínum en liðið siglir lygnan sjó í efri hluta deildarinnar.

Zorya Luhansk er í öðru sæti eftir sigurinn, þó sextán stigum frá toppliði Shakhtar Donetsk.
Athugasemdir
banner
banner