Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 06. júní 2020 12:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leystur undan samningi vegna rasískrar eiginkonu
Aleksandar Katai.
Aleksandar Katai.
Mynd: Getty Images
Serbneski kantmaðurinn Aleksandar Katai hefur komist að samkomulagi við LA Galaxy, sem er í MLS-deildinni í Norður-Ameríku, um riftun á samningi.

Ástæðan fyrir því er hvernig eiginkona Katai hefur hagað sér á samfélagsmiðlum. Tea, eiginkona Katai, gerði grín að Black Lives Matter mótmælendum sem mótmælt hafa lögregluofbeldi gagnvart svörtum í Bandaríkjunum eftir morðið á George Floyd fyrir um tveimur vikum síðan. Hún kallaði mótmælendur einnig „ógeðslega".

Katai segist ekki vera sammála skoðunum konu sinnar, en hann tekur fulla ábyrgð og mun hann ekki leika framar með LA Galaxy.

Katai, sem er 29 ára gamall, sagði jafnframt: „Ég mun sjá til þess að fjölskylda mín og ég grípum til nauðsynlegra aðgerða til að læra, skilja, hlusta og styðja við samfélag svartra."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner