Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
banner
   þri 06. júní 2023 10:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Freysi: Elska Silkeborg og þeir munu fá þetta karma til baka
Héldu sér uppi í Superliga.
Héldu sér uppi í Superliga.
Mynd: Getty Images
Freyr Alexandersson var til viðtals hér á Fótbolta.net í gær. Freyr er þjálfari Lyngby í Danmörku sem hélt sæti sínu í Superliga eftir að hafa verið á tímapunkti sextán stigum frá öruggu sæti.

Horsens og Álaborg féllu úr deildinni. Fyrir lokaumferðinni var vitað að Lyngby þyrfti að fá fleiri stig en Álaborg til að halda sæti sínu í deildinni. Það raungerðist; Lyngby gerði markalaust jafntefli gegn Horsens á meðan Álaborg tapaði á heimavelli gegn Silkeborg.

Freysi var spurður hversu ofarlega á lista yfir uppáhaldsliðin sín Silkeborg væri núna. Silkeborg hafði að engu að keppa í lokaumferðunum.

„Silkeborg er klárlega hátt uppi, ég elska Silkeborg," sagði Freysi. „Ég er ógeðslega ánægður með þá að því leytinu til hvernig þeir nálguðust þetta. Þjálfarinn þeirra, Kent Nielsen, kemur út með það óspurður þegar tvær umferðir eru eftir að þeir muni nálgast síðustu leikina af heilindum; muni gera allt til að þróa liðið sitt áfram og bera virðingu fyrir hinum liðunum. Það gerðu leikmennirnir hans líka. Geggjaðir gæjar og gott fótboltalið."

„Karma kemur alltaf til baka, þeir munu fá þetta til baka í einhverju formi - að hafa nálgast leikinn af auðmýkt en heilindum. Það var ekkert vont í þessu hjá þeim að vinna Álaborg. Silkeborg fagnaði ekkert eins og vitleysingar eftir leikinn, gerðu bara sitt og svo fóru þeir."

„Álaborg fellur ekki bara í þessum leik, þeir falla í gegnum 32 leiki og alltof margar ákvarðanir á leiðinni,"
sagði Freysi.

Sjá einnig:
Djúpt snortinn eftir þakkir frá konu í krabbameinsmeðferð
Silkeborg sendi Lyngby af stað - „Ógeðslega vel gert hjá Freysa og liðinu"
Leið næstum yfir Freysa - „Ótrúlega stoltur að hafa staðið með sjálfum mér"
Athugasemdir
banner
banner
banner