Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 06. júlí 2020 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Xavi framlengir samning sinn í Katar
Xavi þjálfar áfram í Katar.
Xavi þjálfar áfram í Katar.
Mynd: Getty Images
Xavi Hernandez, fyrrum miðjumaður Barcelona, hefur framlengt samning sinn sem þjálfari Al Sadd í Katar til 2021.

Xavi, sem er fertugur að aldri, er goðsögn hjá Barcelona eftir að hafa leikið mestallan leikmannferil sinn þar. Hann endaði ferilinn hjá Al Sadd og tók svo við sem þjálfari þar í fyrra.

Xavi vann Ofurbikarinn og bikarkeppnina í Katar á sínu fyrsta tímabili en liðið er sem stendur í þriðja sæti úrvalsdeildarinnar í Katar.

Hann hefur verið sterklega orðaður við endurkomu til Barcelona. Hann hafnaði því að snúa aftur í janúar þegar Ernesto Valverde var rekinn og núna er orðið heitt undir Quique Setien og Xavi aftur orðaður við félagið. Hann er hins vegar búinn að skuldbinda sig verkefninu í Katar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner