Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 06. júlí 2022 18:20
Ívan Guðjón Baldursson
Celik til Roma (Staðfest) - Afena-Gyan framlengir
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

AS Roma er búið að staðfesta komu tyrkneska bakvarðarins Zeki Celik frá Lille fyrir svo lítið sem 7 milljónir evra.


Hinn 25 ára gamli Celik átti aðeins ár eftir af samningi sínum við Lille og fer þess vegna svona ódýrt til Ítalíu.

Celik er búinn að skrifa undir fjögurra ára samning við Roma eftir einn Frakklandsmeistaratitil á fjórum árum hjá Lille.

Tyrkinn var með byrjunarliðssæti hjá Lille auk þess að vera fastamaður í tyrkneska landsliðinu þar sem hann á 32 leiki að baki.

Þetta eru frábærar fregnir fyrir Rómverja þar sem Celik mun berjast við Hollendinginn Rick Karsdorp um byrjunarliðssæti.

Fleiri góðar fréttir fyrir Rómverja eru þær að táningurinn efnilegi Felix Afena-Gyan skrifaði undir nýjan langtímasamning við félagið.

Afena-Gyan er í miklu uppáhaldi hjá Jose Mourinho og kom við sögu í 22 leikjum á síðustu leiktíð.

Afena-Gyan er aðeins 19 ára gamall og skoraði tvö mörk á leiktíðinni.

Hann er fjölhæfur framherji, sem getur meðal annars leikið á vinstri kanti, með sex landsleiki að baki fyrir Gana.


Athugasemdir
banner
banner