Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 06. júlí 2022 14:00
Brynjar Ingi Erluson
Fertugur Joaquin framlengir við Betis (Staðfest)
Joaquin
Joaquin
Mynd: Getty Images
Spænski hægri vængmaðurinn Joaquin, sem verður 41 árs eftir tvær vikur, framlengdi í dag samning sinn við Real Betis um eitt ár.

Joaquin er uppalinn hjá Betis og vann spænska konungsbikarinn í annað sinn með félaginu á síðasta tímabili.

Spánverjinn spilaði upp alla yngri flokka hjá Betis áður en hann gekk upp í aðalliðið árið 2000.

Hann spilaði með liðinu til 2006 áður en hann var seldur til Valencia, þar sem hann lék í fimm ár. Joaquin spilaði með Malaga og Fiorentina áður en hann hélt aftur heim til Betis fyrir sjö árum.

Verki hans hjá Betis er hvergi nærri lokið, en hann framlengdi í dag samning sinn við félagið út tímabilið.

Það er alveg óhætt að segja að hann blæðir mikið fyrir félagið, því hann fjárfesti 1,1 milljón evra í Betis sem semsvarar tveggja prósenta hlut fyrir hartnær fimm árum síðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner