Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mið 06. júlí 2022 17:30
Brynjar Ingi Erluson
Kahn um Ronaldo: Passar ekki inn í hugmyndafræði Bayern
Mynd: Getty Images
Oliver Kahn, framkvæmdastjóri Bayern München, segist mikill aðdáandi Cristiano Ronaldo, en að það sé ekki í plönunum að fá hann til félagsins frá Manchester United.

Ronaldo er farinn að hugsa sér til hreyfings en hann hefur ekki mætt á æfingar með United síðustu þrjá daga.

Hann hefur beðið félagið um að samþykkja sanngjörn tilboð í sig í sumarglugganum þar sem hann vill spila í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

United vill ekki losa sig við hann í sumar og á leikmaðurinn ár eftir af samningi sínum og telur að leikmaðurinn eigi að virða gerða samninga.

Undirbúningstímabilið er farið af stað og mun liðið ferðast til Taílands og Ástralíu á næstu dögum en ekki er ljóst hvort Ronaldo fari með liðinu.

Þýska félagið Bayern München er eitt af mörgum félögum eru sögð hafa áhuga á Ronaldo en Kahn segir að leikmaðurinn passi einfaldlega ekki inn í hugmyndafræði félagsins.

„Eins mikið og ég kann að meta Cristiano Ronaldo sem einn af þeim bestu í sögunni, þá bara passa þessi félagaskipti ekki inn í hugmyndafræði Bayern," sagði Kahn við þýska miðilinnKicker.
Athugasemdir
banner
banner