Tyrkneska stórveldið Fenerbahce er búið að staðfesta félagaskipti Jhon Durán til félagsins frá Al-Nassr.
Durán kemur á eins árs lánssamningi þar sem Fenerbahce borgar laun leikmannsins.
Það eru aðeins liðnir sex mánuðir síðan Durán var keyptur til Al-Nassr fyrir 77 milljónir evra en framherjanum líður ekki vel í Sádi-Arabíu.
Durán skoraði 12 mörk í 18 leikjum með Al-Nassr en hann er aðeins 21 árs gamall.
José Mourinho, þjálfari Fenerbahce, vildi ólmur fá Durán til félagsins og var leikmaðurinn efstur á óskalistanum. Hann er annar leikmaðurinn sem kemur inn í sumar eftir að Sofyan Amrabat var keyptur frá Fiorentina.
Kulübümüz, Al Nassr FC formas? giyen Jhon Duran’?n, 1 y?ll???na kiral?k olarak kadromuza kat?lmas? konusunda hem kulübüyle hem de oyuncuyla anla?maya varm??t?r.
— Fenerbahçe SK (@Fenerbahce) July 6, 2025
Futbolcumuza, çubuklu formam?z alt?nda ba?ar?larla dolu bir sezon dileriz.
Fenerbahçe Spor Kulübü pic.twitter.com/0e2tSE5ayy
Athugasemdir