Fylkir vann ÍBV 3-1 í mikilvægum fallbaráttuslag í Pepsi-deildinni í kvöld. Bæði lið eru rétt fyrir ofan fallsæti.
Lestu um leikinn: Fylkir 3 - 1 ÍBV
„Hver leikur og hvert stig er mikilvægt í þessari baráttu. Fylkisliðið lagði líf, limi og sál í leikinn. Það skilaði sér í þremur stigum," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis.
„Í þessari baráttu snýst þetta ekki um að spila flottasta boltann heldur að skora mörkin og vinna leikinn. Þetta var mikill baráttuleikur og við vissum að hann yrði erfiður."
Fylkir vann fyrri viðureign liðanna í sumar einnig 3-1 og leikina tvo því 6-2.
„Já ég væri helst til í að spila við þá í hverri viku."
Albert Brynjar Ingason skoraði eitt marka Fylkis og opnaði sinn nýja markareikning hjá félaginu eftir að hafa komið frá FH í glugganum.
„Hann er mjög mikilvægur fyrir liðið og hópinn. Það er mjög sterkt fyrir okkur að fá hann í þetta."
Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
























