Wolves mætir Olympiakos í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar klukkan 19:00 en Adama Traore er á sínum stað í byrjunarliðinu.
Liðin skildu jöfn, 1-1, í fyrri leik liðanna í Grikklandi. Wolves gerir þrjá breytingar frá því úr leiknum gegn Chelsea.
Adama Traore, Joao Moutinho og Daniel Podence koma allir inn í byrjunarliðið á kostnað Leander Dendoncker, Pedro Neto og Diogo Jota.
Wolves: Patricio; Boly, Coady, Saiss; Jonny, Neves, Moutinho, Doherty; Podence, Adama, Jimenez.
Olympiakos: Allain; Elabdellaoui, Ba, Cisse, Tsimikas; Bouchalakis, Camara, Guilherme; Valbeuna, Masouras, El Arabi.
Athugasemdir