sun 06. september 2020 08:45
Fótbolti.net
Risasigur fyrir Arnar og Eið eftir gagnrýnina
Arnar yfirgefur Víkingsvöll eftir sigurinn gegn Svíum.
Arnar yfirgefur Víkingsvöll eftir sigurinn gegn Svíum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
U21 landsliðið vann flottan 1-0 sigur gegn því sænska á Víkingsvelli á föstudaginn. Val Arnars Þórs Viðarssonar landsliðsþjálfara og Eiðs Smára Guðjohnsen á hópnum hafði verið umdeilt en sigur varð niðurstaðan.

„Hrikalega sterkur sigur fyrir liðið og risasigur líka fyrir Arnar Þór Viðarsson og Eið Smára Guðjohnsen. Það er langt síðan maður hefur séð jafn mikla gagnrýni á landsliðsval eins og þennan hóp hjá þeim en svo koma þeir bara, vinna þetta sænska lið og segja takk fyrir okkur," segir Elvar Geir Magnússon í útvarpsþættinum Fótbolti.net.

„Þetta var mikill sigur fyrir þá. Það var allt í lagi þó þessi leikur hafi verið leiðinlegur. Það þurfti að slökkva í þessu sænska liði. Við megum ekki gleyma því að ekki er langt síðan við töpuðum 5-0 fyrir þessum sænsku piltum. Íslenska liðið spilaði mjög íslenskan landsliðsbolta, gerðu það vel og gerðu það saman og skoruðu úr föstu leikatriði," segir Tómas Þór Þór Þórðarson.

„Þetta hefur verið mikill léttir fyrir Arnar. Þú þarft að svara fyrir þínar ákvarðanir þegar þú ert landsliðsþjálfari. Hann svaraði því inni á vellinum," segir Úlfur Blandon sem var sérfræðingur í þættinum.
Íslenski boltinn - Leikmannahræringar og spennandi einvígi
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner