Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
   sun 06. október 2024 17:26
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Óskar Hrafn: Megum ekki leggjast á meltuna og vera rosalega ánægðir með okkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KR vann frábæran sigur á KA í neðri hlutanum í Bestu deildinni í dag. Fótbolti.net ræddi við Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara KR, eftir leikinn.


Lestu um leikinn: KA 0 -  4 KR

„Mér fannst við spila á stórum hluta mjög vel, fyrri hálfleikurinn var að stærstu leiti frábær en svo duttum við aðeins niður fyrstu 25 mínúturnar í seinni hálfleik, tókum ekki góðar ákvarðanir á boltann og leyfðum KA mönnum að þrýsta okkur niður en svo unnum við okkur aftur inn í leikinn," sagði Óskar Hrafn.

„Endirinn var frábær og fjórða markið var margt sem maður getur horft á út í hið óendanlega."

Sóknarleikur liðsins hefur verið frábær undanfarið en KR hefur skorað ellefu mörk í síðustu tveimur leikjum.

„Síðustu leikir hafa verið góðir sóknarlega og mér finnst það hafa verið í takt við kraftinn í liðinu. Þegar menn eru kraftmiklir og duglegir varnarlega og þegar þeir tapa boltanum þótt það gangi ekki alltaf upp en ef menn fara á fullu í það þá fylgir sóknarleikurinn með þá verður meiri hraði. Ég er feykilega ánægður með að hafa tengt saman tvær öflugar frammistöður. Nú megum við ekki leggjast á meltuna og vera rosalega ánægðir með okkur," sagði Óskar Hrafn.


Athugasemdir
banner