Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   sun 06. október 2024 22:23
Kári Snorrason
Túfa um Gylfa: Gerði allt sem hann gat til að vera klár
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur fór í heimsókn á Kópavogsvöll fyrr í kvöld og mættu þar Breiðablik. Leikar enduðu með 2-2 jafntefli í skemmtilegum leik.
Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  2 Valur

„Erfiður leikur gegn góðu liði sem var á bullandi siglingu, búnir að vinna níu af síðustu tíu leikjum. Þeir eru í þessari titilbaráttu sem við vildum vera í. Við erum nú í harðri baráttu um Evrópusæti."

„Fyrir leik tókum við stig sem væri mikilvægt í baráttu sem framundan er í síðustu tveimur leikjum. Það er alltaf markmið að vinna leiki en úr því sem komið var er þetta gott stig."

Margir mikilvægir leikmenn Vals eru meiddir.

„Núna kemur tveggja vikna hlé, kærkominn tími fyrir okkur að endurheimta menn."
„Í undanförnum leikjum er andi í liðinu, mikil vinnusemi og mikil samstaða. Þá skiptir ekki máli hver verður kominn til baka og hver ekki. Valsliðið verður byggt á stolti og samstöðu og þannig verður það."

Gylfi Þór var utan hóps í kvöld en er í landsliðshóp.

„Gylfi gerði allt í gær og fyrradag til að spila í kvöld. Það var mikill vilji, hann var betri og gerði allt sem hann gat til að vera klár en því miður gekk það ekki.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.

Athugasemdir
banner
banner