Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   sun 06. október 2024 22:23
Kári Snorrason
Túfa um Gylfa: Gerði allt sem hann gat til að vera klár
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur fór í heimsókn á Kópavogsvöll fyrr í kvöld og mættu þar Breiðablik. Leikar enduðu með 2-2 jafntefli í skemmtilegum leik.
Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  2 Valur

„Erfiður leikur gegn góðu liði sem var á bullandi siglingu, búnir að vinna níu af síðustu tíu leikjum. Þeir eru í þessari titilbaráttu sem við vildum vera í. Við erum nú í harðri baráttu um Evrópusæti."

„Fyrir leik tókum við stig sem væri mikilvægt í baráttu sem framundan er í síðustu tveimur leikjum. Það er alltaf markmið að vinna leiki en úr því sem komið var er þetta gott stig."

Margir mikilvægir leikmenn Vals eru meiddir.

„Núna kemur tveggja vikna hlé, kærkominn tími fyrir okkur að endurheimta menn."
„Í undanförnum leikjum er andi í liðinu, mikil vinnusemi og mikil samstaða. Þá skiptir ekki máli hver verður kominn til baka og hver ekki. Valsliðið verður byggt á stolti og samstöðu og þannig verður það."

Gylfi Þór var utan hóps í kvöld en er í landsliðshóp.

„Gylfi gerði allt í gær og fyrradag til að spila í kvöld. Það var mikill vilji, hann var betri og gerði allt sem hann gat til að vera klár en því miður gekk það ekki.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.

Athugasemdir
banner
banner