Man Utd og Chelsea leiða baráttuna um 63 milljóna punda Gyökeres - United hefur áhuga á Gortezka og Sane - Samningi Neymar gæti verið rift
Hilmar Árni: Drifkrafturinn að gera aðra betri hefur stigmagnast
„Mega ekki sýna snefil af minnimáttarkennd“
Gunnar Olsen: Sjálfstraustið mikið og við stefnum á EM
„Spennandi hópur sem er ógeðslega gaman að vinna með“
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
   sun 06. október 2024 22:23
Kári Snorrason
Túfa um Gylfa: Gerði allt sem hann gat til að vera klár
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur fór í heimsókn á Kópavogsvöll fyrr í kvöld og mættu þar Breiðablik. Leikar enduðu með 2-2 jafntefli í skemmtilegum leik.
Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  2 Valur

„Erfiður leikur gegn góðu liði sem var á bullandi siglingu, búnir að vinna níu af síðustu tíu leikjum. Þeir eru í þessari titilbaráttu sem við vildum vera í. Við erum nú í harðri baráttu um Evrópusæti."

„Fyrir leik tókum við stig sem væri mikilvægt í baráttu sem framundan er í síðustu tveimur leikjum. Það er alltaf markmið að vinna leiki en úr því sem komið var er þetta gott stig."

Margir mikilvægir leikmenn Vals eru meiddir.

„Núna kemur tveggja vikna hlé, kærkominn tími fyrir okkur að endurheimta menn."
„Í undanförnum leikjum er andi í liðinu, mikil vinnusemi og mikil samstaða. Þá skiptir ekki máli hver verður kominn til baka og hver ekki. Valsliðið verður byggt á stolti og samstöðu og þannig verður það."

Gylfi Þór var utan hóps í kvöld en er í landsliðshóp.

„Gylfi gerði allt í gær og fyrradag til að spila í kvöld. Það var mikill vilji, hann var betri og gerði allt sem hann gat til að vera klár en því miður gekk það ekki.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.

Athugasemdir
banner
banner
banner